Meistaramót: miðvikudagur

Nesklúbburinn

Það voru veðurbarnir kylfingar sem fóru um Nesvöllinn í dag miðvikudag. Meistaraflokkar karla og kvenna hófu leik í dag, líkt og 1. og 2. flokkur karla.

Það var meistaraflokkur kvenna sem reið á vaðið klukkan sjö í morgun við ágætis aðstæður þó að vissulega blési nokkuð hraustlega. Klúbbmeistari Nesklúbbsins frá því í fyrra, Helga Kristín Einarsdóttir, er með 10 högga forystu eftir glæsilegan hring í dag, en hún spilaði á 76 höggum. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir er önnur á 86 höggum og Ágústa Dúa Jónsdóttir þriðja á 89 höggum. 

  Meistaraflokkur kvenna D1
1.
Helga Kristín Einarsdóttir 76
2. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir 86
3. Ágústa Dúa Jónsdóttir 89
4. Sigrún Edda Jónsdóttir 90
5. Ragna Björg Ingólfsdóttir 91

Næstir í röðinni voru kylfingar í meistaraflokki karla. Skor var nokkuð gott miðað við aðstæður, eins og búast má við af okkar bestu kylfingum. Steinn Baugur Gunnarsson er efstur eftir fyrsta hring, en hann spilaði á pari vallar. Margfaldur klúbbmeistari, Ólafur Björn Loftsson, er annar á 74 höggum. Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru Guðjón Ármann Guðjónsson og Guðmundur Örn Árnason á 75 höggum. Örfá högg skilja að efstu menn og mikil keppni framundan næstu daga. 

  Meistaraflokkur karla D1
1.
Steinn Baugur Gunnarsson 72
2. Ólafur Björn Loftsson 74
3. – 4. Guðjón Ármann Guðjónsson 75
3. – 4. Guðmundur Örn Árnason 75
5. Bjartur Logi Finnsson 77

1. flokkur karla fóru út á eftir meistaraflokki og gáfu þeir lítið eftir í keppni við meistaraflokkskylfingana. Efstur að loknum fyrsta keppnisdegi er Friðrik Jón Arngrímsson en hann spilaði hringinn á 78 höggum. Annar er Valur Kristjánsson á 80 höggum og þriðji Baldur Þór Gunnarsson á 82 höggum. Þrír menn eru jafnir á 83 höggum og svo raðast menn í næstu sæti örfáum höggum þar á eftir og áfram stutt í næstu menn þar á eftir. 

  1. flokkur karla D1
1.
Friðrik Jón Arngrímsson 78
2. Valur Kristjánsson 80
3. Baldur Þór Gunnarsson 82
4. – 6. Jónatan Jónatansson 83
4. – 6.  Hinrik Þráinsson 83
4. – 6. Hallur Dan Johansen 83

Síðastir út fyrir hádegi voru kylfingar í drengjaflokki 15 – 18 ára sem spiluðu sinn annan hring í dag. Gunnar Geir Baldursson heldur forystusætinu en hann hefur spilað hringina tvo á 173 höggum. Sigurður Örn Einarsson vann sig upp í annað sætið með góðum hring í dag en hann spilaði á 84 höggum og er samtals á 177 höggum. Sverrir Anton Arason er þriðji sjö höggum á eftir Sigurði og Arnar Már Heimisson fjórði. 

  Drengir 15 – 18 ára D1 D2 Samtals
1. Gunnar Geir Baldursson 88 85 173
2. Sigurður Örn Einarsson 93 84 177
3. Sverrir Anton Arason 90 94 184
4. Arnar Már Heimisson 127 135 262

Fjölmennasti flokkur mótsins, 2. flokkur karla, hóf leik eftir hádegi í dag. Sigurður H B Runólfsson er efstur eftir daginn en hann spilaði á 85 höggum. Jafnir í 2. – 3. sæti eru Rögnvaldur Dofri Pétursson og Björn Birgir Þorláksson sem spiluðu á 87 höggum. Örn Baldursson er fjórði á 88 höggum og svo koma næstu menn þétt á eftir. 

  2. flokkur karla D1
1.
Sigurður H B Runólfsson 85
2. – 3. Rögnvaldur Dofri Pétursson 87
3. – 3. Björn Birgir Þorláksson 87
4. Örn Baldursson 88
5. – 8. Skafti Harðarson 90
5. – 8. Þorkell Helgason 90
5. – 8. Sigfús Jón Helgason 90
5. – 8. Eyjólfur Sigurðsson 90

1. flokkur kvenna rak lestina í dag og hóf leik klukkan tvö þegar enn blés hressilega. Matthildur María Rafnsdóttir heldur forystunni þegar keppni er hálfnuð og á eitt högg á Erlu Ýr Kristjánsdóttur sem er önnur. Kristín Erna Gísladóttir er þriðja, fimm höggum á eftir Erlu. 

  1. flokkur kvenna D1 D2 Samtals
1. Matthildur María Rafnsdóttir 87 97 184
2. Erla Ýr Kristjánsdóttir 88 97 185
3. Kristín Erna Gísladóttir 91 99 190
4. Þuríður Halldórsdóttir 90 102 192
5. Sigríður Hafberg 91 102 193