UPPSELT – Lokahóf Meistaramótsins 2025 – UPPSELT

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það er uppselt í matinn á lokahófinu – allir velkomnir eftir borðhald

Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu upp úr kl. 19.00.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund saman og þegar líður á kvöldið mun trúbador keyra upp stemninguna fram á nótt.

Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið.  Það verður HAPPY HOUR hjá MARIO frá kl. 16.00 – 18.30 og því um að gera að taka fordrykkinn í skálanum og fylgjast með síðustu ráshópunum koma í hús.

Matseðillinn er af dýrari gerðinni þetta árið þar sem boðið verður upp á:

Nautalund í trufflu-bearnaisesósu
Argentískar rækjur í hvítlauk og engifer
Kjúklingabringa í ,,beurre“ blancsósu
Kartöflusmælki í glacesósu
Wok-grænmeti í sojasósu
Steikt geitaostasalat

Það verður takmarkað sætaframboð og fer skráning fram á skrifstofunni eða (nkgolf@nkgolf.is og í síma 561-1930) og plís ekki bíða fram á síðustu stundu að skrá ykkur – þetta verður geggjað og við viljum hafa þig með.

Verðlaunahafa hvetjum við sérstaklega til að mæta allavegana í verðlaunafhendinguna (helst samt allt kvöldið líka) 🙂