Keppnisskilmálar 2025

Keppnisskilmálar þessir gilda um öll mót sem haldin eru á Nesvellinum á vegum Nesklúbbsins. Skilmálarnir eru  settir af nefndinni samkvæmt reglu 1 í golfreglum The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews og USGA og samkvæmt þeim staðarreglum sem í gildi eru þegar mót fer fram. Að öðru leyti gilda Móta- og keppendareglur GSÍ.

1. grein

Hámarksleiktími fyrirskipaðrar umferðar ( 18 holur) er 4 klst. og 20 mín. Viðurlög eru skv. reglu 5-6a 

2. grein

Notkun farsíma er óheimil nema fyrir fjarlægðamælingar og til að skrá skor og til þess að hringja í dómara eða mótsstjórn þegar þörf er á og í neyðartilvikum.

3. grein

Leikmenn skulu vera snyrtilega klæddir við leik í mótum eins og almennt tíðkast og óheimilt er að leika í gallabuxum eða íþróttagöllum.  Notkun á golfskóm með stálgöddum er bönnuð á Nesvelli. Brot varðar frávísun

4. grein

Úrslit móta skulu fara eftir 5. gr. í Móta- og keppendareglum GSÍ, samþykktum á Golfþingi. Þegar bráðabani er leikinn til úrslita skal leika hann á 1., 7., og 9. braut í þeirri röð þar til úrslit fást.  Þegar leikið er umspil í Meistaramóti Nesklúbbsins skal leika það á 1., 7. og 9 braut.  Verði ennþá jafnt að umspili loknu skal leika bráðabana skv. ofangreindu þar til úrslit fást.

5. grein

Ákvörðun um frestun móts (leiks) eða niðurfellingu umferða vegna veðurs eða birtuskilyrða er í höndum mótsstjórnar.

6. grein

Þátttökurétt í opnum mótum NK hafa allir þeir sem hafa skráða forgjöf og eru fullgildir meðlimir í golfklúbbum innan vébanda GSÍ og geta framvísað fullgildu forgjafarskírteini. Mótstjórn getur sett tiltekin forgjafarmörk til þátttöku í opnum mótum.  Rétt til þátttöku í innanfélagsmótum hafa allir skráðir meðlimir NK sem greitt hafa félagsgjöld að fullu fyrir leikárið.  Í Meistaramóti og Bikarkeppni hafa eingöngu meðlimir í fullri aðild þátttökurétt.

7. grein

Keppendur skráðir til þátttöku í opnum mótum hjá Nesklúbbnum eru ábyrgir fyrir greiðslu þátttökugjalda. Hafi skráður keppandi í móti ekki sérstaklega tilkynnt forföll sín til þátttöku í viðkomandi móti til mótstjórnar fyrir kl. 18:00 daginn fyrir (fyrsta) keppnisdag, er mótstjórninni (Nesklúbbnum) heimilt að krefja þann skráða keppanda um greiðslu þátttökugjalds í mótið.

Þannig samþykkt af mótanefnd Nesklúbbsins fyrir starfsárið 2025