Öldungabikar Nesklúbbsins lauk í gærkvöldi og var það að lokum Hinrik Þráinsson sem sigraði. Hinrik sigraði alla sína sex leiki og var því krýndur sigurvegari í mótslok en þetta var í þriðja sinn sem hann vinnur Öldungabikarinn. Hástökkvari mótsins var Arnar Friðriksson en hann hoppaði upp um 25 sæti í umferðunum sex sem er frábær árangur. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigrana.
