Tilboð á föstum tímum í golfherma fyrir áramót

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar.

Vetrartímabilið nálgast og við ætlum að bjóða upp á einstakt tilboð á golfhermaleigu á mánudögum og miðvikudögum frá 1. október til áramóta.

Ef þú bókar fasta tíma í hverri viku færðu hvern klukkutíma á aðeins 3.500 kr! Hægt er að bóka fasta tíma frá kl 17:00 – 23:00.

📅 Dagsetningar á tímabilinu:

Mánudagar (13 skipti):
6., 13., 20. og 27. október
3., 10., 17. og 24. nóvember
1., 8., 15., 22. og 29. desember

Miðvikudagar (12 skipti):
1., 8., 15., 22. og 29. október
5., 12., 19. og 26. nóvember
3., 10. og 17. desember

💰 Verðdæmi:

  • 1 klst á mánudögum: 13 x 3.500 kr. = 45.500 kr.
  • 2 klst á mánudögum: 13 x 7.000 kr. = 91.000 kr.
  • 3 klst á mánudögum: 13 x 10.500 kr. = 136.500 kr.

Bókanir og greiðslur:

📧 Sendu póst á: nesvellir@nkgolf.is.
💳 Greiða þarf fyrir alla tímana fyrirfram.
⚠️ Einstaka tímar eru ekki endurgreiddir.

Fyrirspurnir: nesvellir@nkgolf.is