Mánudaginn 18. maí nk. verður haldinn fræðslufundur um haförninn á Íslandi í golfskála Nesklúbbsins kl. 19.30. Fyrirlesari verður Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Íslenski arnarstofninn telur aðeins um 74 pör en er enn í vexti frá miðri síðustu öld. Til að fræðast um líf og háttsemi arna hefur Nesklúbburinn fengið Kristinn H. Skarphéðinsson dýravistfræðing. Kristinn er sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og verksviðs hans þar er varpútbreiðsla íslenskra fugla og vöktun arnarstofnsins.
Fræðslufundurinn er opinn öllum.