Styrktarmót unglinga annan í hvítasunnu

Nesklúbburinn

Mánudaginn 25. maí nk., annan í hvítasunnu fer fram Styrktarmót unglinga á Nesvellinum í samstarfi við NESSKIP þar sem allur ágóði mótsins rennur til unglingastarfs Nesklúbsins.  Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og er mótið opið öllum kylfingum.  Ræst verður út eins og venjulega á milli kl. 08.00 og 10.00 og svo aftur á milli 13.00 og 15.00.  Skráning og nánari upplýsingar má sjá á golf.is