Fyrsta kvennamótið á morgun

Nesklúbburinn

Fyrsta þriðjudagsmót NK-kvenna verður haldið á morgun, þriðjudaginn 19. maí.  Eins og venjulega er bara að mæta þegar hentar eftir kl. 09.00. Skráningarblöð eru í kassanum góða í veitingasölunni og munið að ákveða fyrirfram hvort leiknar skulu 9 eða 18 holur.  Þátttökugjald er kr. 1.000 og greiðist með seðlum í umslag í kassanum.  Einfalt, hefðbundið og bara gaman – mætum allar.

Kvennanefnd