Áttu skemmtilega mynd í ársskýrsluna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir aðalfund sem verður haldinn þann 27. nóvember næstkomandi.  Í ársskýrslu sem gefin er út árlega af því tilefni höfum við alltaf verið dugleg við að myndsskreyta hana með myndum af starfi liðins sumars.

Til að hafa meiri fjölbreytni af myndum höfum við leitað til félagsmanna með að senda inn myndir.  Þetta hefur heppnast mjög vel og ætlum við því að endurtaka leikinn.  Þannig að ef þú átt flotta og/eða skemmtilega mynd sem þú tókst á Nesvellinum í sumar og viljið deila henni með félagsmönnum að þá væri það voða gaman og vel þegið.  Hægt er að senda inn myndir til kl. 17.00 á morgun, föstudag á netfangið nkgolf@nkgolf.is og þá veitið þið okkur um leið heimild til þess að birta myndina í skýrsluna.

Ef undirtektir verða góðar þá munum við mögulega þurfa að velja og hafna en reynum að sjálfsögðu að koma sem flestum að.

Með fyrirfram þökk,
Haukur