Stjórn Nesklúbbsins – Golfklúbbs Ness boðar hér með til aðalfundar vegna starfsársins 1. nóvember 2024 til 31. október 2025. Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember 2025 í Hátíðarsal Gróttu á efri hæð íþróttahússins á Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi og hefst kl. 19:30.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Fundarsetning
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Lögð fram skýrsla formanns
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
- Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. þessara laga.
- Önnur mál.
Samkvæmt 2.mgr. 9.gr. laga klúbbsins ber að tilkynna framboð til stjórnar með aðalfundarboði á heimasíðu. Í kjöri eru formaður til eins árs og þrír stjórnarmenn til tveggja ára. Kjörnefnd hafa borist tilkynningar um framboð til stjórnar Nesklúbbsins frá eftirtöldum félögum.
Til stjórnar til tveggja ára: Ásgeir G. Bjarnason, Elsa Nielsen og Guðrún Valdimarsdóttir hafa boðið sig fram til stjórnarsetu til tveggja ára.
Þá hefur Þorsteinn Guðjónsson, formaður, tilkynnt að hann sé í framboði til áframhaldandi formennsku næsta árið.
Önnur framboð hafa ekki borist og er framboðsfresti lokið.
Fundargögn, þ.m.t. ársskýrsla og -reikningar félagsins og kynning á frambjóðendum til stjórnar klúbbsins verða birt á heimasíðu klúbbsins við fyrsta tækifæri, eigi síðar en miðvikudaginn 26. nóvember n.k. Fundurinn verður pappírslaus og er félagsmönnum bent á að kynna sér gögnin á heimasíðunni.
Seltjarnarnesi, 17. nóvember 2025
Stjórn Nesklúbbsins
