Vetrartímabilið er komið á fullt – Nýtum inneignina!

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar.

Aðsóknin í golfhermana á Nesvöllum er að aukast jafnt og þétt og ljóst að margir eru farnir að huga að komandi golfsumri.

Við viljum minna á að allir skuldlausir félagsmenn, 26 ára og eldri, eiga 10.000 kr. inneign í golfhermana. Inneignin gildir upp í staka tíma í golfhermi.

Verð í golfhermum fyrir félagsmenn:

  • Hverjar 30 mínútur fyrir kl. 15:00 á virkum dögum = 2.000 kr.

  • Hverjar 30 mínútur eftir kl. 15:00 á virkum dögum og um helgar = 2.400 kr.

Hægt er að bóka tíma á boka.nkgolf.is eða með því að hringja í síma 561-1910 á opnunartíma Nesvalla.

Það er einfalt að nýta inneignina: þú bókar tíma, mætir og lætur vita að þú ætlir að greiða fyrir herminn með inneigninni.

Nánari upplýsingar veitir Nesklúbburinn á netfanginu nesvellir@nkgolf.is.