King of the North – Spennandi golfhermamótaröð byrjar á föstudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Trackman og TaylorMade standa fyrir spennandi golfhermamótaröð á Norðurlöndunum í janúar, febrúar og mars. Mótaröðin ber heitið King of the North og samanstendur af þremur sjálfstæðum mótum.

Það er til mikils að vinna en sigurvegari hvers móts vinnur ferð til Bretlands þar sem hann fær:

  • Sérsmíðaðan Qi4D driver frá TaylorMade.

  • Golfhring á The Grove.

  • Þátttökurétt í úrslitamóti þar sem King of the North verður krýndur.

Fyrsta mótið fer fram á Lofoten Links og stendur yfir dagana 23. janúar – 11. febrúar.

Reglur

  • Engin þátttökugjöld eru innheimt fyrir mótið, en greiða þarf fyrir leigu á golfhermi.

  • Aðeins leikmenn með að lágmarki 5 skráða hringi í Trackman forgjöfarkerfinu eru gjaldgengir til þátttöku.

  • Hægt er að taka þátt í einu móti eða öllum þremur.

  • Keppt er í höggleik með forgjöf. Hver keppandi má spila tvisvar í hverju móti og betri hringurinn gildir.

  • Veitt verða nándarverðlaun á einni holu í hverju móti og verðlaun fyrir lengsta teighögg á einni holu í hverju móti.

  • Pútt eru stillt á Auto-Fixed samkvæmt Trackman uppsetningu:

    • 1 pútt innan 3 metra

    • 2 pútt milli 3 og 20 metra

    • 3 pútt utan 20 metra

  • Mótið er opið keppendum á öllum Norðurlöndum.

  • Mótið verður aðgengilegt á fyrsta keppnisdegi í Trackman golfhermum og í Trackman appinu undir
    Competitions → Tournaments.