Kæru félagar,
Verið er að leggja lokahönd á Mótaskránna 2026 og verður hún birt hér á síðunni og á Golfbox fljótlega eftir mánaðarmótin. Þar verður hægt að sjá öll mót og aðra viðburði sem haldin verða á vegum klúbbsins.
Meistaramótið verður haldið dagana 4.-11. júlí.
Meistaramót barna verður haldið 10.-12. ágúst.
Ecco Bikarkeppnin verður leikin með sama sniði og undanfarin ár þar sem fastir leikdagar verða fyrir hverja umferð.
Svo minnum við á að félagsmenn hafi það í huga að þegar það skráir sig í mót er það búið að skuldbinda sig fyrir settan rástíma og skal eftir fremsta megni reyna að mæta á tilsettan tíma. Afskráning í mót eða viðburð er heimiluð allt að sólahring fyrir mótið.
Mótanefnd
