Meistaramót 2015 – sunnudagur

Nesklúbburinn

Það var áfram flott veður á Nesvellinum í dag á öðrum degi meistaramóts. Öldungaflokkar spiluðu annan hring af þremur og er mikil spenna fyrir lokadaginn á morgun. 

Öldungaflokkur karla 55 – 69 ára:
Hörður Runólfur Harðarson leiðir fyrir lokahringinn í öldungaflokki 55-69 ára. Hörður spilaði á 81 höggi í dag eins og Friðþjófur Arnar Helgason, en Hörður á fjögur högg á Friðþjóf fyrir lokahringinn. Það stefnir í mikla baráttu um verðlaunasæti þar sem ekki er langt í næstu kylfinga og fá högg skilja þá að. 

Staða Kylfingur Hringir Alls
H1 H2 H3 Alls
1 Hörður Runólfur Harðarson 85 81   166
2 Friðþjófur Arnar Helgason 89 81   170
3 Hannes Sigurðsson 86 90   176
4 Þráinn Rósmundsson 93 85   178
5 Björn Brynjúlfur Björnsson 83 96   179

 

Öldungaflokkur karla 70 ára og eldri:
Í öldungaflokki 70 ára og eldri heldur Kjartan Lárus Pálsson forystunni fyrir lokahringinn. Kjartan er 10 höggum betri en Jóhann S Einarsson sem er annar. Jón Hjaltason er þriðji, tveimur höggum á eftir Jóhanni. 

Staða Kylfingur Hringir Alls
H1 H2 H3 Alls
1 Kjartan Lárus Pálsson 83 84   167
2 Jóhann S Einarsson 92 85   177
3 Jón Hjaltason 89 90   179
4 Ellert Schram 91 92   183
5 Einar Már Einarsson 96 89   185

2. flokkur kvenna:
Valdís Arnórsdóttir og Hulda Bjarnadóttir eru jafnar í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð hjá 2. flokki kvenna. Guðlaug Guðmundsdóttir er þriðja og Magnea Vilhjálmsdóttir fjórða.

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4 Alls
1 – 2 Valdís Arnórsdóttir 98 96     194
1 – 2 Hulda Bjarnadóttir 99 95     194
3 Guðlaug Guðmundsdóttir 99 106     205
4 Magnea Vilhjálmsdóttir 108 109     217

Öldungaflokkur kvenna:
Rannveig Laxdal spilaði glimrandi gott golf í dag og styrkti stöðu sína í efsta sæti í öldungaflokki kvenna fyrir lokahringinn. Rannveig spilaði hringinn í dag á 91 höggi og er með 13 högga forskot á Kristínnu Jónsdóttur sem er önnur. Jafnar í þriðja sæti, tveimur höggum á eftir Kristínu, eru Ágústa Jónsdóttir og Hólmfríður Júlíusdóttir og stefnir því í hörku keppni um verðlaunasæti á morgun. 

Staða Kylfingur Hringir Alls
H1 H2 H3 Alls
1 Rannveig Laxdal Agnarsdóttir 103 91   194
2 Kristín Jónsdóttir 111 96   207
3 – 4 Ágústa Jóhannsdóttir 109 100   209
3 – 4 Hólmfríður Júlíusdóttir 107 102   209
5 Jóhanna Guðnadóttir 107 112   219

4. flokkur karla:
Í fjórða flokki karla er spiluð punktakeppni en þar leiðir Lárus Guðmundsson þegar keppni er hálfnuð. Lárus hefur spilað frábært golf og komið inn á 39 punktum báða dagana og er hann þremur punktum betri en Arnar Bjarnason sem er annar. Í dag skaust svo upp í þriðja sætið Kristján T Sigurðsson eftir frábæran golfhring þar sem hann fékk 43 punkta! 

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4
1 Lárus Guðmundsson 39 39     78
2 Arnar Bjarnason 39 36     75
3 Kristján T Sigurðsson 31 43     74
4 Þorgeir J Andrésson 37 36     73
5 Guðjón Kristinsson 34 35     69

3. flokkur karla:
Eggert Sverrisson leiðir eftir tvo hringi í þriðja flokki karla. Eggert hefur spilað hringina tvo á 175 höggum, tveimur höggum betur en Ólafur Sigurðsson sem er annar. Árni Guðmundsson og Kári Indriðason eru jafnir í þriðja sæti á 180 höggum samtals og einu höggi þar á eftir eru jafnir í fimmta sæti Friðþjófur A Árnason og Ólafur Ingi Ólafsson. Hörkukeppni og mikil spenna framundan í þriðja flokki.

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4 Alls
1 Eggert Sverrisson 88 87     175
2 Ólafur Sigurðsson 86 91     177
3 – 4 Árni Guðmundsson 89 91     180
3 – 4 Kári Indriðason 92 88     180
5 – 6 Friðþjófur A Árnason 91 90     181
5 – 6 Ólafur Ingi Ólafsson 89 92     181

3. flokkur kvenna:
Í þriðja flokki kvenna er spiluð punktakeppni, en þar leiðir Sonja Hilmars eftir tvo hringi. Sonja spilaði frábært golf fyrsta daginn og var á 40 punktum og svo skilaði stöðugt golf henni 35 punktum í dag og efsta sæti í flokknum. Sólrún Sigurðardóttir hefur einnig spilað jafnt og flott golf og er á 73 punktum í öðru sæti og Guðrún Gyða Sveinsdóttir er þriðja á 68 punktum.  

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4
1 Sonja Hilmars 40 35     75
2 Sólrún Sigurðardóttir 37 36     73
3 Guðrún Gyða Sveinsdóttir 34 34     68
4 – 5 Anna Björnsdóttir 31 31     62
4 – 5 Steinunn Svansdóttir 29 33     62