Meistaramót 2015 – úrslit í öldungaflokkum

Nesklúbburinn

Í dag mánudag réðust úrslit í öldungaflokkum í meistaramóti Nesklúbbsins 2015. Aðeins kaldara var í dag en fyrstu tvo dagana og sáust kylfingar jafnvel klæðast úlpum og höfuðfötum. Einmuna blíða hefur þó leikið við kylfinga undanfarna daga og allir geta vel við unað. Úrslit í einstökum flokkum má sjá hér að neðan. 

 

Öldungaflokkur karla 55 – 69 ára:
Hörður Runólfur Harðarson sigraði í öldungaflokki karla 55 – 69 ára. Hörður var með fjögurra högga forystu á Friðþjóf Arnar Helgason fyrir lokahringinn en vann að lokum með þriggja högga mun. Friðþjófur varð annar og Þráinn Rósmundsson þriðji eftir flottan lokahring.  

Staða Kylfingur Hringir Alls
H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Hörður Runólfur Harðarson 85 81 82 248 32
2 Friðþjófur Arnar Helgason 89 81 81 251 35
3 Þráinn Rósmundsson 93 85 88 266 50

Öldungaflokkur 70 ára og eldri:
Í öldungaflokki 70 ára og eldri stóð Kjartan Lárus Pálsson uppi sem sigurvegari. Kjartan var í forystu allan tímann og vann að lokum öruggan sigur. Jón Hjaltason spilaði glimrandi gott golf í dag og tryggði sér annað sætið, en hann hafði sætaskipti frá því í gær við Jóhann S Einarsson sem varð þriðji. 

Staða Kylfingur Hringir Alls
H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Kjartan Lárus Pálsson 83 84 92 259 43
2 Jón Hjaltason 89 90 90 269 53
3 Jóhann S Einarsson 92 85 96 273 57

Öldungaflokkur kvenna: 
Rannveig Laxdal Agnarsdóttir vann nokkuð öruggan sigur í öldungaflokki kvenna en hún var í forystu allan tímann. Hólmfríður Júlíusdóttir varð önnur á 316 höggum, höggi á undan Kristínu Jónsdóttur sem varð þriðja. 

Staða Kylfingur Hringir Alls
H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Rannveig Laxdal Agnarsdóttir 103 91 101 295 79
2 Hólmfríður Júlíusdóttir 107 102 107 316 100
3 Kristín Jónsdóttir 111 96 110 317 101

Hörð og skemmtileg barátta er að baki hjá kylfingum í þessum flokkum og glæsilegir verðlaunahafar komnir í hús. Nú geta þessir kylfingar veitt öðrum er hefja keppni góð ráð eða mikilvægan stuðning að loknum erfiðum hring. Næstu dagar verða líflegir á Nesvellinum og við hvetjum félagsmenn og aðra sem ekki taka þátt til að líta við.