Meistaramót 2015 – þriðjudagur – úrslit og staða

Nesklúbburinn

Það var nóg um að vera á Nesinu í dag eins og undanfarna daga. Fjórir flokkar luku leik í meistaramóti Nesklúbbsins, tveir flokkar hófu leik og drengjaflokkur spilaði annan hring af tveimur. 

Sjá stöðu og úrslit hér að neðan. 

Drengjaflokkur 15 – 18 ára: 

Í drengjaflokki 15 – 18 ára er Óskar Dagur Hauksson með forystu eftir fyrsta hring. Óskar spilaði á 80 höggum og á tvö högg á Sigurð Örn Einarsson sem er annar. Sveinn Rúnar Másson er þriðji á 83 höggum og næstu menn eru skammt undan. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Óskar Dagur Hauksson 80       80 8
2 Sigurður Örn Einarsson 82       82 10
3 Sveinn Rúnar Másson 83       83 11
4 Breki Jóelsson 85       85 13
5 Dagur Logi Jónsson 87       87 15

Drengjaflokkur: 

Staðan í drengjaflokki er spennandi fyrir lokahringinn, en Orri Snær Jónsson er efstur á 175 höggum samtals. Höggi á eftir Orra er Stefán Gauti Hilmarsson og þriðji er Kjartan Óskar Karitasarson. Stór efnilegir drengir þarna á ferð og það verður gaman að fylgjast með lokahringnum á morgun. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 Alls Mismunur
1 Orri Snær Jónsson 88 87   175 31
2 Stefán Gauti Hilmarsson 91 85   176 32
3 Kjartan Óskar Karitasarson 99 84   183 39
4 Ingi Þór Olafson 102 89   191 47

1. flokkur kvenna:

Í fyrsta flokki kvenna leiðir Erla Ýr Kristjánsdóttir eftir fyrsta hring en hún spilaði á 83 höggum. Erla Ýr á fimm högg á Áslaugu Einarsdóttur og Rögnu Kristínu Guðbrandsdóttur sem eru jafnar í öðru sæti. Stutt er í næstu konur og keppnin rétt að byrja! 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Erla Ýr Kristjánsdóttir 83       83 11
2 – 3 Áslaug Einarsdóttir 88       88 16
2 – 3 Ragna Kristín Guðbrandsdóttir 88       88 16
4 – 5 Magndís María Sigurðardóttir 91       91 19
4 – 5 Erla Pétursdóttir 91       91 19

3. flokkur kvenna – úrslit:
Úrslit réðust í þriðja flokki kvenna í dag en þrjú efstu sætin héldust óbreytt frá þriðja degi. Sonja Hilmars vann góðan sigur á 146 punktum samtals, önnur varð Sólrún Sigurðardóttir á 140 punktum og Steinunn Svansdóttir þriðja á 127 punktum samtals.   

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4
1 Sonja Hilmars 40 35 38 33 146
2 Sólrún Sigurðardóttir 37 36 30 37 140
3 Steinunn Svansdóttir 29 33 31 34 127

2. flokkur kvenna – úrslit: 
Í öðrum flokki kvenna stóð Hulda Bjarnadóttir uppi sem sigurvegari. Hulda spilaði gott og stöðugt golf alla dagana og vann nokkuð öruggan sigur að lokum. Valdís Arnórsdóttir varð önnur og Guðlaug Guðmundsdóttir þriðja.  

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Hulda Bjarnadóttir 99 95 96 98 388 100
2 Valdís Arnórsdóttir 98 96 105 103 402 114
3 Guðlaug Guðmundsdóttir 99 106 115 100 420 132

3. flokkur  karla – úrslit: 

Í þriðja flokki karla var mikil spenna og menn höfðu sætaskipti í verðlaunasætum á milli daga. Að lokum var það Friðþjófur A Árnason sem stóð upp sem sigurvegari á 353 höggum samtals. Í öðru sæti, þremur höggum á eftir Friðþjófi, varð Ólafur Sigurðsson og þriðji varð Kári Indriðason.  

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Friðþjófur A Árnason 91 90 86 86 353 65
2 Ólafur Sigurðsson 86 91 91 88 356 68
3 Kári Indriðason 92 88 93 86 359 71

4. flokkur karla – úrslit: 
Í fjórða flokki karla réðust einnig úrslit í dag. Kristján Þór Albertsson spilað flott og stöðugt golf alla dagana sem tryggði honum efsta sæti í flokknum með samtals 147 punkta. Þorgeir J Andrésson varð annar með 145 punkta samtals, en hann átti frábæran hring í dag og fékk 41 punkt. Þriðji varð svo Arnar Bjarnason. 

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4
1 Kristján Albert Óskarsson 34 34 40 39 147
2 Þorgeir J Andrésson 37 36 31 41 145
3 Arnar Bjarnason 39 36 29 32 136


Á morgun hefja meistaraflokkar karla og kvenna leik líkt og 1. og 2. flokkur karla. Drengjaflokkur lýkur leik og drengjaflokkur 15 – 18 ára og 1. flokkur kvenna leika hring númer tvö í mótinu. Veðrið lék við keppendur í dag sem og áhorfendur og aðra áhugasama á pallinum og við hvetjum fólk til að líta við, fylgjast með, hvetja og styðja!