Kríuungar komnir á kreik

Nesklúbburinn

Eins og félagsmenn hafa eflaust orðið varir við er komið þó nokkuð af kríuungum á og í kringum völlinn.  Þeir leita mikið eftir skjóli í kringum bílaplanið og eiga oft fótum sínum fjör að launa þegar ökutækin okkar keyra þar um.

Þar sem oft er erfitt að sjá þessa litlu unga eru ökumenn beðnir um að gæta fyllstu varúðar þegar keyrt er inná og um bílastæðið.