Sjötta og síðasta kvennamótið í mótaröð NK-kvenna fer fram á morgun, þriðjudaginn 18. ágúst. Eins og venjulega er bara að mæta og skrá sig í kassanum góða í veitingasölunni og borga kr. 1.000 (muna að mæta með seðil).
Næstkomandi sunnudag, 23. ágúst fer svo fram lokamót kvenna. Þá er mæting kl. 9.30 og verður ræst út af öllum teigum kl. 10.00. Að móti loknu verður svo verðulaunaafhending og ljúffengur hádegisverður borinn fram.
Skráning í lokamótið er hafin á golf.is