Sveit eldri kylfinga Nesklúbbsins endaði í 2. sæti í karlaflokki í sveitakeppni GSÍ sem haldin var í Öndverðarnesi um liðna helgi. Sveitin lék æsispennandi úrslitaleik við sveit Golfklúbbs Reykjavíkur á sunnudaginn en tapaði að lokum með 3,5 vinningum gegn 1,5 vinningi. Glæsilegur árangur engu að síður og óskar Nesklúbburinn þeim innilega til hamingju. Sveitin var þannig skipuð:
Arngrímur Benjamínsson
Eggert Eggertsson
Friðþjófur Helgason
Gauti Grétarsson
Guðmundur Kr. Jóhannesson
Gunnlaugur Jóhannsson
Halldór Bragason
Jónatan Ólafsson
Sævar Egilsson
Liðsstjóri var Þráinn Rósmundsson