Ágætu klúbbfélagar
Fyrsti opni tíminn fyrir klúbbfélaga í vetur verður í Lækningaminjasafninu við Sefgarða annað kvöld, mánudaginn 18. janúar, frá kl. 20-22. Opið verður út apríl á mánudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 20-22. Í inniaðstöðunni er hægt að æfa pútt, stutt vipp, og full högg, en alls geta 4 kylfingar slegið full högg á sama tíma.
Fyrir skömmu auglýstum við eftir áhugasömum klúbbfélögum til að taka að sér umsjón þessara opnu tíma, og voru viðbrögðin hreint út sagt frábær. Það var því erfitt að velja á milli allra þeirra sem buðu sig fram! Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu þessu áhuga og hvetjum alla klúbbfélaga að vera óhrædda að taka þátt í starfi klúbbsins – margar hendur vinna létt verk.