Sælar kæru Nes-golfkonur,
Við höfum ákveðið að hefja golfárið með krafti og ætlum að byrja á sunnudagspútti í nýbyggingu Læknaminjasafnsins.
Fyrirkomulagið er þannig að frá kl. 10.00 til 12.00 á sunnudögum verður nýbygging Læknaminjasafnsins opin fyrir félagskonur. Hver og ein getur komið þegar hentar og púttað einn hring og skráð hann niður. Fyrir þær sem ekki þekkja til staðsetningar safnsins að þá er keyrt upp Sefgarða frá Norðurströnd.
Keppnin mun standa yfir eftirfarandi sunnudaga í mars og apríl.
13 mars og 20 mars. 3 apríl, 10 apríl, 17 apríl og 24 apríl
Síðan ætlum við að endurtaka Kick-off kvöldið okkar frá því í fyrra. Það verður haldið í golfskálanum þriðjudaginn 3 maí og mun þá m.a. pútt-drottning Nesklúbbsins verða krýnd.
Nánari upplýsingar um kvöldið verða sendar út síðar
Hlökkum til að sjá ykkur,
Kvennanefndinn
Fjóla og Bryndis