Félagafundur á fimmtudaginn

Nesklúbburinn

Kæru klúbbfélagar,

Á næstunni mun stjórn Nesklúbbsins standa fyrir tveimur kynningarfundum fyrir félagsmenn.  Þar verður m.a. farið yfir niðurstöður viðhorfskönnunarinnar sem framkvæmd var síðastliðið haust en náðist ekki að kynna á aðalfundinum í nóvember sl. Einnig verður farið verður yfir reynsluna á að hafa vallarvörð eða ræsi á 1. teig.  Þá verða kynntar nýjar teigmerkingar og ný boltarenna sem hvort tveggja verður tekið í notkun í sumar.  Fyrri fundurinn fer fram fimmtudaginn 17. mars kl. 19.30 og eru allir félagsmenn hvattir til þess að mæta.  Síðari fundurinn verður haldinn eftir páska og verður auglýstur nánar síðar.