8. og 9. flatirnar gataðar í dag

Nesklúbburinn

Nú stendur yfir framkvæmd við að gata æfingaflötina og flatirnar á 8. og 9. braut.  Ástæður fyrir götun eru nokkrar.   Fyrst og fremst er það til að losa um þjöppun í jarðveginum.  Þá eykst loftflæði í jarðveginum sem ýtir undir dýpri og betri rótarvöxt, vatnsflæði frá yfirborði til róta eykst og minni líkur verða á því að vatn safnist saman á yfirborði flata yfir veturinn og frjósi.  Með auknu loftrými og auknu vatnsflæði neðar í rótarkerfið styrkjast þær grastegundir sem gera flatirnar góðar og henta því betur til golfleiks.  Vissulega gerir þetta flatirnar ekki jafn góðar og öllu jafna til skamms tíma, en þetta er nauðsynleg framkvæmd til framtíðar litið.