Hin nýja inniaðstaða Nesklúbbsins opnar á morgun, þriðudaginn 20. desember. Aðstaðan er staðsett á Eiðistorgi, nánar tiltekið uppi á 3. hæð og er lyftan inni í Hagkaup tekin þangað upp.
Félagsmenn og allir íbúar á Seltjarnarnesi eru hvattir til þess að láta kíkja í heimsókn, hvort heldur er til þess að æfa sig í golfi eða bara til að kíkja á hvað er í boði. Heitt á könnunni.
Opnunartímar í desember:
Virkir dagar á milli kl. 13.00 og 23.00
Nánari upplýsingar um inniaðstöðuna má sjá á heimasíðu klúbbsins: nkgolf/kennsla/inniaðstaða