Kristinn Ólafsson, formaður Nesklúbbsins og Hafsteinn Egilsson einn af eigendum Rauða Ljónsins skrifuðu í dag undir samning um rekstur veitingasölu golfskálans í sumar. Rauða Ljónið þekkja allir Seltirningar og þó víðar væri leitað enda staðurinn til fjölda ára búinn að vera eini veitingastaður bæjarbúa.
Forsvarsmenn Rauða Ljónsins líta björtum augum til sumarsins og eru stórhuga fyrir að gera golfskálann að vinsælum kaffihúsi og veitingastað jafnt fyrir kylfinga, bæjarbúa og aðra gesti.
Forsvarsmenn Rauða Ljónsins líta björtum augum til sumarsins og eru stórhuga fyrir að gera golfskálann að vinsælum kaffihúsi og veitingastað jafnt fyrir kylfinga, bæjarbúa og aðra gesti.