Fyrsta kvennamót NK-kvenna fer fram á morgun, þriðjudaginn 16. maí. Formið er það sama og áður, bara mæta og skrá sig í kassanum góða í veitingasölunni áður en leikur hefst. Mótin eru góður vettvangur fyrir bæði þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í þátttöku í mótum sem og lengra komnar sem vilja lækka forgjöfina.
Reglugerð fyrir þriðjudagsmótin má sjá nánar á nkgolf.is