Meistaramót Nesklúbbsins fer fram dagana 1. – 8. júlí. Skráning í mótið hófst nú í morgun og mun standa til fimmtudagsins 29. júní kl. 22.00. Að sjálfsögðu verður haldið í hefðina er skráninguna varðar og mun hún eingöngu fara fram í möppunni góðu sem staðsett verður í golfskálanum.
Búið er að setja upp flokkaskiptingu og drög að rástímatöflu fyrir mótið sem má sjá hér á síðunni undir „Um NK/skjöl“. ATH: Sú tafla miðast við þátttakendafjölda 2016 og eru drög en ekki endanleg uppröðun. Reynt verður eftir fremsta megni að láta leikdagana standa en tímasetningar geta breyst þegar endanleg skráning fyrir mótið í ár liggur fyrir.
Í fyrsta skipti er nú óskað eftir að þátttakendur skrái netfang sitt við skráningu. Er það gert svo að hægt sé að koma öllum upplýsingun til keppenda á auðveldan hátt.