4. dagur í Meistaramótinu – úrslit réðust í fjórum flokkum

Nesklúbburinn

Fjórði dagur Meistaramótsins fór fram í sannkölluðu draumaveðri í dag.  Úrslit réðust í fjórum flokkum, 2. og 3. flokki kvenna og 3. og 4. flokki karla.  Í þriðja flokki karla sigraði Þorleifur Árni Björnsson eftir mjög spennandi lokahring þar sem að allt var í járnum á milli þriggja efstu manna fram á síðustu holu.  Þannig fór að lokum að Þorleifur fékk skolla á síðustu brautinni á meðan mótspilararnir fengu sex og sigraði hann með einu höggi á 363 höggum samtals.  Í fjórða flokki karla sigraði Páll Einar Kristinsson, en hann hélt forystunni frá fyrsta degi og sigraði að lokum með 147 punkta.  
Í öðrum flokki kvenna sigraði Hulda Bjarnadóttir en hún eins og Páll hélt forystunni frá fyrsta degi og lék samtals á 399 höggum. Í þriðja flokki kvenna var það Rannveig Pálsdóttir sem sigraði nokkuð örugglega eftir glæsilegan lokahring þar sem að hún fékk 44 punkta og sigraði með 12 punkta mun.  Rannveig átti mjög Meistaramót, lækkaði í forgjöf alla dagana, fékk samtals 160 punkta eða 40 punkta að meðaltali á hring.  
Staðan í flokkunum eftir hring dagsins er annars eftirfarandi:

2. flokkur kvenna – úrslit

1. Hulda Bjarnadóttir – 399 högg
2. Hólmfríður Júlíusdóttir – 419 högg
3. Guðlaug Guðmundsdóttir – 430 högg

3. flokkur kvenna – úrslit

1. Rannveig Pálsdóttir – 160 punktar
2. Guðrún Una Valsdóttir – 148 punktar
3. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir – 124 punktar

3. flokkur karla – úrslit

1. Þorleifur Árni Björnsson – 363 högg
2. Eggert Sverrisson – 364 högg
3. Gunnar Grétar Gunnarsson – 365 högg

4. flokkur karla – úrslit

1. Páll Einar Kristinsson – 147 punktar
2. Bjarni Hauksson – 126 punktar
3. Þorgeir J. Andrésson – 121 punktur

1. flokkur kvenna (1 dagur af 4)

1. Bjög Viggósdóttir – 93 högg
2. – 3. Jórunn Þóra Sigurðardóttir – 96 högg
3. – 3. Magndís Sigurðardóttir – 96 högg

Drengjaflokkur 14 ára og yngri (2 dagar af 3)

1. Stefán Gauti Hilmarsson – 257 högg
2. Ólafur Ingi Jóhannesson – 214 högg
3. Ingi Hrafn Guðbrandsson – 219 högg

Piltaflokkur 15 – 18 ára (1 dagur af 4)

1. Kjartan Óskar Guðmundsson – 74 högg
2. – 3. Óskar Dagur Hauksson – 78 högg
3. – 3. Dagur Logi Jónsson – 78 högg