Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í dag laugardaginn 26. nóvember. 59 félagar í klúbbnum sátu fundinn. Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar sem voru samþykktir samhljóða.
Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 78 milljónir og rekstargjöld um 74 milljónir. Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var hagnaður 881 þúsund. Heildarskuldir klúbbsins eru bókfærðar 2.013 þúsund.
Samþykkt var að meðaltali 3% hækkun á félagsgjöldum fyrir árið 2017.
Töluverðar breytingar urðu á stjórn klúbbsins fyrir næsta starfsár þar sem kosið var um tvö sæti í aðalstjórn og tvö sæti í varastjórn. Geirarður Geirarðsson, sem setið hefur í stjórn klúbbsins sem gjaldkeri í vel á annan áratug gaf ekki kost á sér áfram sem og Arnar Friðriksson meðstjórnandi. Þá hafði Oddur Óli Jónasson nýverið hætt störfum í stjórninni og hans sæti tekið Guðrún Valdimarsdóttir sem áður sat í varastjórn. Stjórn Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins fyrir árið 2017 munu því skipa:
Formaður: Kristinn Ólafsson
Stjórn:
Árni Vilhjálmsson
Áslaug Einarsdóttir
Guðrún Valdimarsdóttir
Stefán Örn Stefánsson
Varastjórn:
Þuríður Halldórsdóttir
Jóhann Karl Þórisson