Aðalfundur Nesklúbbsins haldinn um helgina – nýr formaður

Nesklúbburinn

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn laugardaginn 28. nóvember síðastliðinn.  Um 120 félagar í klúbbnum sátu fundinn.  Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar sem voru samþykktir.

Ólafur Ingi Ólafsson, formaður klúbbsins lét af embætti á fundinum og hlaut verðskuldað lof fyrir sín störf á þriggja ára formannstíð sinni.

Í framboði til formanns voru þeir Friðrik Friðriksson og Kristinn Ólafsson.  Fram fór kosning á milli þeirra tveggja og fór svo að lokum að Kristinn var kjörinn formaður.

Allir aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og mun stjórn Nesklúbbsins næsta starfsár því vera þannig skipuð.  Kristinn Ólafsson, formaður, Arnar Friðriksson,