AimPoint Express námskeið í flatarlestri

Nesklúbburinn

Framundan eru nokkur námskeið í AimPoint Express flatarlestri. Aðferðin hefur vakið gríðarlega góða raun og hentar kylfingum á öllum getustigum. Ef þú vilt leggja þitt af mörkum við það að auka leikhraða og fækka púttunum um leið þá er þetta námskeið fyrir þig.

 

AimPoint Express kennir þér að:

                                                

  • Lesa púttin með sömu aðferð og margir af bestu kylfingum heims á PGA, LPGA, LET, og Evrópumótaröðinni notast við.
  • Læra kerfið og koma því í notkun á nokkrum mínútum.
  • Stytta þann tíma sem tekur að lesa púttin niður í 5-10 sekúndur og flýta þar með leik.
  • Taka ákvörðun sem þú treystir hratt og örugglega í  leik.
  • Byggja flatarlesturinn á staðreyndum en ekki ágiskunum.
  • Öðlast sjálfstraust og fækka púttunum.

Eftirfarandi tímasetningar eru í boði á næstunni:

19/6 klukkan 15:00 – 23/6 klukkan 19:00 – 30/6 klukkan 18:00 – 2/7 klukkan 20:00

Hvert námskeið stendur yfir í rúma klukkustund.

Skráning á nokkvi@nkgolf.is eða í síma 893-4022

 

Nökkvi Gunnarsson Level 2 AimPoint Instructor.

Verð kr.10.000.- á þáttakanda.