Annar í hreinsun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Unglingastarf

Kæru félagar,

Á sunnudaginn milli kl 11 og 13 er komið að öðru áhlaupi í hreinsun á vellinum okkar.

Við erum ómetanlega þakklát fyrir þá samheldni sem er í klúbbnum okkar og hversu félagar eru boðnir og búnir að aðstoða við að gera völlinn okkar fínan fyrir sumarið. Fyrirkomulagið er eins og síðast, ráðumst á braut 3 og 7 og gerum þær brautir fínar.

Við leitum því til allra sem geta og hafa tíma til að mæta næstkomandi sunnudag kl 11:00 með skóflu, fötu, hanska og góða skapið (það eru nokkrar skóflur, hrífur, fötur og hjólbörur út á velli). Að sjálfsögðu er líka mjög vel þegið ef þið getið komið hluta af tímanum. 

Golfkveðja,

Stjórnin