Kæri félagi í Nesklúbbnum,
Nú er allt tilbúið í Sportabler fyrir þig til að rástafa greiðslum félagsgjaldsins 2025. Félagsgjöld fyrir árið 2025 voru samþykkt á aðalfundi klúbbsins þann 28. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér)
Félagsgjöld verða eins og í fyrra innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER. Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur þarftu að skrá þig inn á SPORTABLER og ráðstafa þínu greiðslufyrirkomulagi. Leiðbeiningar vegna ástöfun félagsgjalda á Sportabler 2025
Inni á heimasíðu klúbbsins undir Um Nesklúbbinn/gjaldskrá má einnig sjá slóð fyrir almennar leiðbeiningar um Sportabler.
Í boði er að fá greiðsluseðla í heimabanka eða greiða með greiðslukorti og hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 8 skipti. ATH: óháð því hvaða leið þú valdir í fyrra þá þarftu að fara í gegnum ferlið aftur fyrir næsta tímabil.
Þar sem uppsetningin inn í Sportabler tafðist þá framlengjum við frestinn til að rástafa árgjöldunum til og með 20. desember (en ekki 15. desember eins og áður hefur komið fram). Þeir sem ekki verða búnir að ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu þann 20. desember munu fá greiðsluseðla í heimabanka, skipt niður í fjórar greiðslur.
Fyrsti gjalddagi allra greiðsluleiða er 2. janúar.
Fyrir ykkur sem ætlið ekki að vera áfram meðlimir í Nesklúbbnum – vinsamlegast tilkynnið það á netfangið: nkgolf@nkgolf.is og eins og kom fram í síðasta tölvupósti – ef þið hafið verið búin að tilkynna fyrr í sumar eða haust – vinsamlegast sendið engu að síður ítreknum á ofangreint netfang.