Ársskýrsla Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Eins og fram hefur komið verður Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2024 haldinn í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 19.30.

Samkvæmt 3. lið 15.gr. laga félagsins verða endurskoðaðir reikningar bornir undir fundinn.  Ársskýrsla 2024 sem inniheldur m.a. ársreikning félagsins fyrir starfsárið 2024 hefur nú  verið birt á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/um Nesklúbbinn/útgefið efni/ársreikningar eða með því að smella hér.

Það er gaman að segja frá því að viðbrögð félagsmanna við að senda inn myndir fyrir skýrsluna voru frábær.  Það var því miður ekki hægt að nota þær allar en engu að síður er skýrslan skreytt m.a. með fjölmörgum myndum frá félagsmönnum og svo að sjálfsögðu Guðmundu Kr. Jóhannessyni félagsmanni, ljósmyndara og eiganda ljósmyndastofunnar Nærmynd (naermynd.is).  Kunnum við öllum bestu þakkir fyrir og vonum að þið gefið ykkur tíma til þess að lesa yfir skýrsluna þar sem farið er yfir tímabilið 2024 í máli og myndum.

Stjórn NK leggur til við aðalfund NK haldinn 28. nóvember 2024 að stofnaður verði framkvæmdasjóður vegna par 3 vallar og annarra breytinga á vellinum sem áður hafa verið kynntar. Lagt er til að framlag til sjóðsins verði í formi tímabundins viðbótarfélagsgjalds er nemi kr. 20.000 á hvern félagsmann og innheimt samhliða almennum félagsgjöldum.  Fjármunum sjóðsins skal haldið aðgreindum frá almennum félagsgjöldum sem ákveðin verða á fundinum.  Ákvörðun um viðbótarfélagsgjald árgjalda gildir fyrir árið 2025 og framlengist ekki sjálfkrafa.

Stjórnin