Ársskýrsla Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2025

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Eins og fram hefur komið verður Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2025 haldinn í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 19.30.

Samkvæmt 3. lið 15.gr. laga félagsins verða endurskoðaðir reikningar bornir undir fundinn.  Ársreikningur félagsins var birtur á heimasíðu klúbbsins í gær.  Nú hefur Ársskýrslan í heild, þ.m.t. ársreikningurinn, verið birt á heimasíðu klúbbsins undir slóðinni: https://nkgolf.is/umnk/skjol/arsreikningar/ eða með því að smella hér.

Ársskýrslan hefur aldrei verið veglegri og er hún m.a. stútfull af frábærum myndum, skýrslu formanns, ásamt ýmsum fróðleik og upplýsingum tengdu starfinu á árinu.

Félagsmönnum sem sendu okkur inn myndir til að birta í skýrslunni færum við okkar bestu þakkir og svo að sjálfsögðu Guðmundi Kr. Jóhannessyni ljósmyndara.  Eins viljum við sérstaklega þakka Erling Sigurðssyni sem annaðist alla uppsetningu og frágang.

Við hvetjum þig til þess að renna í gegnum skýrsluna og minnum á aðalfundinn á morgun.

Stjórnin