Áttu skemmtilega mynd í ársskýrsluna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir aðalfund sem verður haldinn þann 28. nóvember næstkomandi og þar með vinna við ársskýrslu og -reikninga félagsins.  Í skýrslunni höfum við alltaf verið dugleg við að myndsskreyta hana með myndum af starfi liðins sumars.

Í fyrra leituðum við til ykkar félagsmanna um að senda okkur skemmtilegar myndir og heppnaðist það svona líka vel.  Margar myndir bárust sem flestar rötuðu inn í skýrsluna sem gerði hana um leið skemmtilegri.  Nú langar okkur að hafa sama hátt á, þannig að ef  þið eigið flotta og/eða skemmtilega mynd sem þið tókuð úti á golfvelli í sumar og viljið deila henni með félagsmönnum þá væri það mjög gaman.  Þið getið sent inn mynd fram til kl. 17.00 á morgun, föstudag á netfangið nkgolf@nkgolf.is og þá veitið þið okkur um leið heimild til þess að birta myndina í skýrslunni.

Ef undirtektir verða góðar sem við vonumst eftir að þá verðum við að velja og hafna en reynum að koma sem flestum að.  Þessi mynd sem fylgir þessari frétt hefur t.d. hlotið nafnið „beðið á bekknum“ og er tekin af Guðmundi Kr. Jóhannessyni félagsmanni.

Með golfkveðju,

Ársskýrslunefndin