Bændaglíma Nesklúbbsins verður haldin laugardaginn 27. september. Bændaglíman er síðasta mót sumarsins og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta.
Bændur í ár verða erkiféndurnir en um leið vinirnir Steini Steina og Gunni Gísla og má því búast við mikilli keppni og skemmtilegum degi. Í mótslok verður svo sameigninlegur matur – sá síðasti þetta árið hjá Krissa þar sem skálinn lokar eftir þennan dag fyrir veturinn.
Dagskrá:
Bændur munu með aðstoð kappleikjanefndar skipta þátttakendum í tvö lið. það verður dregið saman úr 3 forgjafarflokkum til þess að sem jafnast verði i liðunum. 4 verða saman í holli og verður leikið tveggja manna (tveir í hvoru liði)Texas-scramble holukeppni með fullri leikforgjöf.
1. Ræst verður út af öllum teigum stundvíslega kl. 13.00.
2. Leiknar verða 18 holur með forgjöf og það lið (bóndi) sem vinnur fleiri sigra samanlagt sigrar.
3. Allir leikmenn slá alltaf upphafshögg af teig.
4. Betra upphafshöggið er valið og þaðan slá báðir keppendur. Sá leikmaður sem að á boltann þarf alltaf að slá fyrst. Sá leikmaður sem að ekki á boltann sem að valinn er má stilla sínum bolta upp ca. 1 feti frá boltanum sem að valinn var, þó ekki nær holu.
5. Sömu leikreglur gilda á flötum.
6. Aldurstakmark er 18 ár.
7. Liðið sem tapar bregður sér í stutt þjónustuhlutverk í veislunni á eftir sem að hefst strax og leik er lokið.
Þátttökugjald: kr. 3.500.- pr.mann og er innifalið í verði bæði mótsgjald og matur.
Matseðill: Grillað lambalæri með bökuðum kartöflum, Bernaise sósu og fersku salati.
SKRÁNING FER FRAM Á TÖFLUNNI ÚTI Í GOLFSKÁLA, Á NKGOLF@NKGOLF.IS EÐA Í SÍMA 561-1930 OG LÝKUR FÖSTUDAGINN 26. SEPTEMBER KL. 18.00
MÆTUM ÖLL OG KVEÐJUM TÍMABILIÐ MEÐ STÆL