Þá er það mótið sem allir hafa beðið eftir. Bændaglíma Nesklúbbsins 2024 verður haldin laugardaginn 21. september. Ekki nóg með það heldur ætlum við að skeyta saman Betri Bolta mótinu sem var frestað fyrr í sumar.
Leikfyrirkomulag: Tveir spila saman (betri bolti) og verður pörunum svo skipt í tvö lið (bændaglíman) og munu keppendur reyna að safna stigi fyrir sitt lið. Tveggja manna lið sem keppir innbyrðis við hitt liðið í hollinu í holukeppni (flestir punktar hjá einstakling vinna holu fyrir lið). Leikinn er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er þó punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu. Hvert lið getur unnið 1 stig með sigri í holukeppninni og hálft með jafntefli.
Teigar: Karlar leika af teigum 49 og konur leika af teigum 44
Hámarksforgjöf gefin: 28
Mæting kl. 13.00 – tilkynna mætingu á skrifstofu
Mótstjórn raðar þátttakendum í tvö lið um leið og mæting allra er staðfest.
13.45 – liðin tilkynnt
14.00 – leikar hefjast (ræst út á öllum teigum)
MEISTARARMÓTIÐ Í BETRI BOLTA verður leikið samhliða Bændaglímunni og eru verðlaun eftirfarandi:
Verðlaun:
- sæti: Kr. 50.000 gjafabréf frá Icelandair x2
- sæti: Kr. 30.000 gjafabréf frá Icelandair x2
- sæti: Kr. 20.000 gjafabréf frá Icelandair x2
Nándarverðlaun:
- braut: 10.000 kr. Gjafabréf frá Icelandair
5. braut: 10.000 kr. Gjafabréf frá Icelandair
9. braut: 10.000 kr. Gjafabréf frá Icelandair
Ef keppendur eru jafnir í verðlaunasæti ráðast úrslit af síðustu 9 holum, ef enn er jafnt þá á síðustu 6 holum, síðan síðustu 3, þá síðustu holu og að lokum hlutkesti.
Gengið er út frá því að spila 18 holur nema veður muni gefa sérstakt tilefni til annars (langtímaspáin er æði sko) og verður það þá tilkynnt nánar þegar nær dregur.
Af gömlum sið Nesklúbbsins mun liðið sem hefur tapað hingað til þurft að bregða sér í stutt þjónustuhlutverk í veislunni á eftir og þannig verður það að sjálfsögðu núna líka.
Þátttökugjald aðeins kr. 7.500 pr. mann og er innifalið í verði bæði mótsgjald og matur eftir mót.
Matseðill: Eitthvað alveg geggjað að hætti Mario og co.
Skráning er hafin á Golfbox (smella hér) og mun standa til kl. 12.00 fimmtudaginn 19. september. ATH: það mun verður ekki tekið við skráningu eftir þann tíma þar sem gera þarf ráðstafanir fyrir matarinnkaup.
ATH. Skráningin mun ekki gefa rétta mynd af ráshópum þar sem að liðsstjórar munu velja í lið og er því eingöngu til að skrá kylfinga til leiks.
Þeir sem að eru stakir – skráið ykkur á nkgolf@nkgolf.is og ykkur verður parað saman með öðrum.
Mætum nú öll og kveðjum sumarið með stæl því þetta verður bara gaman.