Bændaglíma Nesklúbbsins verður haldin næstkomandi laugardag. Það er flott veðurspá og hvetjum við alla til að mæta í þetta lokamót klúbbsins þetta árið.
Bændur þau Oddný Rósa og Stefán Örn sem allir klúbbfélagar þekkja.
Skipt verður í tvö lið og verða leiknar 18 holur, fjögurra manna texas scramble fyrirkomulag.
Að móti loknu ætla svo Höddi og Mario ætla að bjóða upp á Mexikóskt hlaðborð og mun tapliðið að sjálfsögðu sjá um að þjónusta sigurliðið eins og lög gera ráð fyrir.
Mætum öll með góða skapið því þetta verður allt á léttu nótunum og verður einfaldlega bara gaman – skráning og nánari upplýsingar á golf.is. ATH: skráningu lýkur á morgun kl. 13.00 og verður ekki hægt að taka við skráningu eftir það.