Byko mótið á laugardaginn – skráning í gangi

Nesklúbburinn

Laugardaginn 11. maí fer fram BYKO vormótið – mótið er innanfélagsmót og er mót sumarsins sem telur til forgjafar.  Keppnin er 9 holu punktakeppni þar sem að veitt verða verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin ásamt verðlaunum fyrir besta brúttóskor og nándarverðlaunum.

Hámarksforgjöf gefin er Karlar: 24 og Konur: 28

Verðlaun:

Besta skor: 25 þúsund króna gjafabréf í BYKO

Punktakeppni:
1. sæti – 25.000 gjafabréf í BYKO 
2. sæti – 20.000 gjafabréf í BYKO 
3. sæti – 15.000 gjafabréf í BYKO 
4. sæti – 10.000 gjafabréf í BYKO 
5. sæti –  5.000 gjafabréf í BYKO

Nándarverðlaun á par 3 holum.
 
2./11. hola – 5.000 gjafabréf í BYKO 
5./14. hola – 5.000 gjafabréf í BYKO

Rástímar frá kl. 8.00 – 12.00.  Rástímum verður fjölgað miðað við þátttöku.

Skráning er hafin á golf.is og lýkur föstudaginn 10. maí kl. 18.

Þátttökugjald kr. 2.000.-