Byko vormótið fór fram á laugardaginn við fremur kuldalegar aðstæður. Mótið sem var fyrsta mót sumarsins sem telur til forgjafar var 9 holu punktamót og voru veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni, nándarverðlaun á par 3 brautum og þá voru einnig veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:
Punktakeppni:
1. sæti: Halldóra Emilsdóttir, 23 punktar
2. sæti: Grímheiður Jóhannsdóttir, 21 punktur
3. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson, 19 punktar
4. sæti: Anna Fjeldsted, 19 punktar
5. sæti: Arnaldur Indriðason, 19 punktar
Besta skor í höggleik:
Steinn Baugur Gunnarsson, 35 högg
Nándarverðlaun:
2. braut: Baldur Þór Gunnarsson, 4,51m frá holu
5. braut: Gísli Birgisson, 5,50m frá holu
Vinningshafar mega nálgast verðlaun á skrifstofu klúbbsins
Frekari úrslit má svo sjá á golf.is