Byrjendanámskeið

Nesklúbburinn

Námskeiðið er samtals 5 klukkustundir og verður kennt á næstu 5 miðvikudag frá klukkan 19 til 20. (Fyrsti tími 21/5 og síðasti tími 18/6).

Námskeiðið fer fram á æfingasvæði Nesklúbbsins. Kennarar: Nökkvi Gunnarsson og Steinn Baugur Gunnarsson. Fjöldi nemenda takmarkaður við 10.

Á námskeiðinu verður farið yfir pútt, vipp, pitch, glompuhögg, sveifluna, helstu golfreglur, umgengni, siðareglur og leikskipulag.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er kennslugjald og æfingaboltar. Verð á nemanda 15.000.-

Skráning á nokkvi@nkgolf.is eða í síma 893-4022