Dagskrá vikunnar á Nesvellinum

Nesklúbburinn

Tvö mót eru framundan á Nesvellinum í vikunni.  Á morgun, föstudaginn 3. júní fer fram hið árlega fyrirtækjamót DHL – mótið er boðsmót og er völlurinn lokaður á milli kl. 13.00 og 18.00.

Á laugardaginn fer svo fram opna Laundromat mótið.  Ræst verður út frá kl. 08.00 til kl. 15.00.  Enn eru nokkrir rástímar lausir – sjá nánar á golf.is.  Völlurinn opnar að móti loknu kl. 17.30

Þess má geta að þegar að opin mót eru á Nesvellinum sbr. mótið á laugardaginn þá er ekki heimilt að hefja leik fyrir mótið á milli kl. 06.00 – 08.00 vegna vinnu starfsmanna.