Dagskrá vikunnar, völlurinn, veitingasala o.fl.

Nesklúbburinn

Næstu daga er allt opið alla daga fram að Bændaglímu.  

Að Bændaglímu (sjá nánar golf.is) lokinni mun veitingasölunni og skálanum formlega loka þetta árið.  Þangað til verður opið alla daga nema ef veður er sérstaklega slæmt og lítið útlit fyrir að eitthvað verði um að vera á vellinum.  Í október verður svo opið inn á salerni nema ef veðurútlit gefur ekki tilefni til.  Það verður nánar auglýst síðar.

Breytingar munu verða á rekstri veitingasölunnar á næsta ári.  Hafsteinn og hans fólk hafa ákveðið að róa á önnur mið og hefur stjórn klúbbsins nú þegar hafið leit að nýjum umsjónaraðila fyrir næsta sumar.  Stjórn Nesklúbbsins vill þakka Hafsteini kærlega fyrir gott samstarf og óskar honum alls hins besta.

Völlurinn:  Nú þegar hausta tekur verður völlurinn viðkvæmari en ella með hverjum deginum.  Það verður opið inná bæði teiga og sumarflatir eins lengi og veður leyfir en félagsmenn eru nú sem aldrei fyrr beðnir um að ganga sérstaklega vel um völlinn, setja torfusnepla í kylfuförin og laga boltaför á flötum.  

ATH: Eftir 29. september er völlurinn EINGÖNGU opinn félagsmönnum