Dagurinn í dag – mótið er hálfnað

Nesklúbburinn

Fjórði dagur að kveldi kominn – margir flokkar luku leik í mótinu í dag, aðrir byrjuðu. Þrátt fyrir ansi blautan dag eftir hádegi kom fullt af brosandi kylfingum í hús og kylfingar sem fóru út fyrir hádegi gátu notið blíðu og stillu á Nesinu snemma í morgun. Úrslit allra flokka má sjá með því að smella hér.

Nú þegar liðið er svona langt á mótið og gríðarlegur fjöldi keppenda er búinn að slá samtals mörg þúsund högg og þar af leiðandi einhver hundruði inn á flatir vallarins bera þær þess merki.  Vallarstarfsmenn gera við megnið af þeim á hverri nóttu en margar hendur vinna létt verk.  Við viljum því biðla til þátttakenda að hafa flatargaffalinn með og nota hann.  Gott ráð er að gera við sitt eigið boltafar og helst eitt í viðbót.

Svo bara muna að skrá sig sem ætlið að mæta í lokahófið, það verður bara gaman – skráning er hafin hér.

Það verður góður dagur á morgun og að sjálfsögðu verður réttur dagsins í veitingasölunni á sínum stað.

Megi öllum keppendum ganga sem best.

Mótsstjórn