Dagurinn í dag og það sem betur má gera

Nesklúbburinn

Dagurinn í dag gekk gríðarlega vel, keppendur voru með góða skapið og þolinmæðina að leiðarljósi og þrátt fyrir gríðarlegan fjölda ráshópa var leikhraðinn frábær.  Það er tvennt sem mótstjórn vill taka fram.

1. Vinsamlegast setjið niðurstöðutölurnar á skorkortin (leggið saman heildarfjölda högga, bæði fyrri 9 – svo seinni 9 og Total – það eru dálkar á skorkortunum fyrir samtölurnar.

2. Umgengni í glompunum og á flötunum var vægt til orða tekið döpur í dag.  Það vill enginn fara í glompu, en það gerist og það er salt í sárin að sjá boltann liggja í skófari eða öðru slíku sem er eftir slæman frágang frá öðrum kylfingi.  Í guðanna bænum tökum okkur nú á og skiljum við glompurnar eins og við viljum koma að þeim.  Hjálpumst svo að við að gera við boltaför á flötunum hvort sem við eigum það eða ekki.  Það eiga allir kylfingar að vera með flatargaffal með í för – notum hann því það skilar okkur öllum betri flötum til lengri tíma litið.

Höldum svo áfram að vera með góða skapið og þolinmæðina að leiðarljósi og þá verður þetta bara gaman.

Megi öllum ganga sem allra best á morgun,

Mótsstjórn