Draumahöggið 2020 – leikfyrirkomulag

Nesklúbburinn

Kæru Einherjar,

Til hamingju með að hafa farið holu í höggi á síðustu 12 mánuðum – nú býðst ykkur tækifæri til að gera frábært afrek enn betra. 

Það eru 74 kylfingar skráðir í mótið og verður því hörð keppni.

Vegna Covid þurfum við að breyta örlítið umgjörðinni en það mun vonandi ekki breyta upplifun ykkar á neinn hátt og munið að það þurfa allir að hafa tveggja metra regluna að leiðarljósi – við hlýðum Víði. 

Skipulagið er því eftirfarandi.

1.       Mæting er á Nesvöllinn, Seltjarnarnesi kl. 9.30 (Ath. æfingasvæðið verður opið frá kl. 07.00 fyrir þau ykkar sem vilja. (Fríir boltar munu liggja við motturnar.)

2.       Í stað þess að þið komið inn í golfskála og dragið númer eins og reglur mótsins segja til um, munum við taka á móti ykkur fyrir utan skálann með „teiggjöf“. 
ATH. Það er nauðsynlegt í allri skipulagningu að allir láti vita af sér um leið og þeir mæta.

3.       Útaf Covid verðum við að úthluta ykkur rásnúmerum sem eru meðfylgjandi neðst í þessum pósti og þau munu birtast á heimasíðu Nesklúbbsins, nkgolf.is í dag.

4.       Hver og einn keppandi þarf að merkja boltann sinn með úthlutuðu númeri.  Við munum bjóða upp á til þess fallandi merkingarpenna á staðnum fyrir ykkur sem ekki eigið slíkan penna, þannig að hafið ekki áhyggjur – það reddast.

5.       Við munum biðja ykkur um klukkan 09.50 að ganga  út á 2. teig þar sem þetta fer fram (það verður starfsfólk til að leiðbeina fyrir ykkur sem ekki ratið).

6.       Fyrsta högg verður slegið kl. 10.00 þannig að vinsamlegast mætið tímanlega þangað. Þeir keppendur sem ekki verða á staðnum þegar nöfn þeirra verða kölluð upp falla úr leik.

7.       Þið verðið kölluð upp á teig eitt af öðru samkvæmt áðurnefndri númeraröð.

8.       Ykkur er frjálst að fara þegar þið hafið lokið leik en það væri gaman að sjá ykkur fylgjast með hinum og búa til stemningu.

9.       Þegar allir hafa klárað verður haldið upp að golfskálanum aftur og allir geta sótt sína golfbolta.

10.   Vegna aðstæðna verður því miður engin sameiginleg hressing að keppni lokinni, en það verður að sjálfsögðu haldin verðlaunaafhending fyrir utan skálann.

a.       Þau ykkar sem munu hitta flötina fá viðurkenningu frá VERÐI

b.       Sá keppandi sem verður næstur holu fær 50 þúsund króna gjafabréf frá VITA ferðum (plús viðurkenningu frá VERÐI)

c.       Ef eitthvert ykkar fer „holu í höggi“ fær viðkomandi „Mercedes-Benz“ til eignar, gjafabréfið frá VITA og viðurkenningu frá VERÐI“.

11.   Sjá allar nánari mótsreglur á Golfbox.

Umfram allt:

Skemmtið ykkur vel – þið hafið gert þetta áður – farið holu í höggi á morgun og vinnið eitt stykki Benz.

Við óskum ykkur alls hins besta og vonið að þið njótið vel.

Ef frekari upplýsinga er óskað vinsamlegast hringið í síma: 860-1358 fyrir klukkan 18.00 í dag.

Með Einherjakveðju,

Nesklúbburinn – Einherjaklúbburinn – Golfsamband Íslands –
Styrktaraðilar: Askja, Vörður, VITA ferðir og Lottó


========================

Röð á teig Nafn
1 Ragnar Bjarki Gunnarsson
2 Sigríður Björk Guðmundsdóttir
3 Snæbjörn Þórir Eyjólfsson
4 Emil Hilmarsson
5 Reynir Jóhannsson
6 Jón Hjaltason
7 Þorsteinn Guðmundsson
8 Ingibjörg Bragadóttir
9 Birna Stefnisdóttir
10 Jóhann Kristinsson
11 Guðjón Theódórsson
12 Rúnar Friðriksson
13 Friðrik Guðjón Sturluson
14 Jón Lárus Kjerúlf
15 Steingrímur Viðar Haraldsson
16 Björg R. Sigurðardóttir
17 Kristrún Runólfsdóttir.
18 Ásgeir Nikulás Ásgeirsson
19 Gísli Jónsson
20 Guðmundur Jón Tómasson
21 Lárus Berg Sigurbergsson
22 Jón Ásgeir Einarsson
23 Steinar Ægisson
24 Fridbjorn Holm
25 Kristín Erna Guðmundsdóttir
26 Aðalsteinn Steinþórsson
27 Ingibjörg Gísladóttir
28 Davíð Scheving Thorsteinsson
29 Guðmundur Halldór Torfason
30 Erlín G Bjarnadóttir
31 Reynir Jónsson
32 Kjartan Gíslason
33 Pálmi Vilhjálmsson
34 Guðbjörg Rós Guðmundsdóttir
35 Lilja Sigurjónsdóttir
36 Kristján Ingi Einarsson
37 Skarphéðinn Eiriksson 
38 Kristín Björk Þorvaldsdóttir
39 Dagbjartur Sigurbrandsson
40 Björn Pálsson
41 Kristján Ólafur Sigríðarson
42 Árni Sigurðsson
43 Guðrún Anna Kjartansdóttir
44 Sigrún Edda Jónsdóttir
45 Guðjón Freyr Eiðsson
46 Einar Georgsson
47 Katrín Sól Davíðsdóttir
48 Thomas Ásgeir Johnstone
49 Steinþór Sigurðsson
50 Hreiðar Geir Jörundsson
51 Aðalsteinn Sigurþórsson
52 Gísli Sváfnisson
53 Steinn Jónsson
54 Gísli Vagn Jónsson
55 Guðjón Frans Halldórsson
56 Lilja Bragadóttir
57 Magnús Guðmundsson
58 Pétur Júníusson
59 Gauti Jónasson
60 Jens Valur Ólason
61 Kjartan Flosason
62 Viðar Örn Ástvaldsson
63 Egill Þormóðsson
64 Haukur Harðarson 
65 Hallur Halldórsson
66 Ingibjörg Þ Ólafsdóttir
67 Jóhann Gunnar Jóhannsson
68 Valur Kristjánsson
69 Tryggvi Guðbrandsson
70 Álfheiður Einarsdóttir
71 Bjarni Kristinsson
72 Hjalti Ævarsson
73 Hildur Björg Halldórsdóttir
74
75 

Elísabet Valdimarsdóttir

Sigurlaug Bára Jónasdóttir