Það komust færri að en vildu í innanfélagsmótið á laugardaginn þar sem leiknar voru 18 holur í punktakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum. Mótið var einnig lokamótið í Draumahringnum og voru í mótslok einnig veitt verðlaun fyrir sigurvegara þar í hverjum flokki. Helstu úrslit í mótinu á laugardaginn voru eftirfarandi:
Punktakeppni:
1. sæti: Ásgeir Bjarnason – 43 punktar
2. sæti: Þorsteinn Stefánsson – 43 punktar
3. sæti: Örn Baldursson – 41 punktur
Nándarverðlaun:
2. braut: Kristján Björn Haraldsson, 1,21 metra frá holu
5. braut: Haukur Óskarsson, 2,61 metra frá holu
Nánari úrslit á golf.is
Úrslit í Draumahringnum urðu eftirfarandi:
Forgjafarflokkur I: Nökkvi Gunnarsson, 55 högg
Forgjafarflokkur II: Lárus Gunnarsson, 61 högg
Forgjafarflokkur III: Magnús Máni Kjærnested, 65 högg
Forgjfarflokkur IV: Heiðar Steinn Gíslason, 73 högg
Forgjfarflokkur V: Haukur Geirmundsson, 82 högg
Nánari úrslit í Draumahringnum má sjá á heimasíðu klúbbsins undir „mótaskrá/Draumahringurinn“