Firmakeppnin framundan – það vantar stuðning

Nesklúbburinn

Laugardaginn 31. ágúst fer hin stórskemmtilega Firmakeppni Nesklúbbsins fram á Nesvellinum. 

Firmakeppnin er árlegt mót sem er haldið á vegum Nesklúbbsins og er ákaflega mikilvægur hlekkur í fjáröflun klúbbsins. 

Leiknar verða 18 holur eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem tveir leika saman í liði og verður ræst út af öllum teigum samtímis kl. 09.00

Hefðinni samkvæmt verður hangikjöt og uppstúf með öllu tilheyrandi að leik loknum og svo verðlaunaafhending þar sem m.a. verða ferðavinningar í efstu 3 sætin ásamt heilum hellingi af aukavinningum. 

Verð pr. fyrirtæki kr. 49.000

Skráning hafin á nkgolf@nkgolf.is eða í síma 860-1358