ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í dag. ECCO mótið er innanfélagsmót og er eins og venjulega sjálfstætt mót en um leið forkeppni fyrir bæði bikarkeppni klúbbsins og Klúbbmeistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í höggleik með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr mótinu í dag.
Það voru 104 kylfingar skráðir til leiks í mótinu og léku veðurguðirnir hvern sinn fingur framan af morgni, hitastigið reyndar ekkert sérstaklega hátt en hægviðri og sól. Þegar líða tók á daginn dró þó fyrir sólu um leið og það bætti töluvert í vindinn sem gerði kylfingum nokkuð erfitt fyrir. Sigríður Björk Guðmundsdóttir sigraði í keppni með forgjöf en hún lék á 88 höggum brúttó eða 67 höggum nettó. Sigurvegari í höggleik án forgjafar var Rúnar Geir Gunnarsson sem kom inn á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins.
Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:
Höggleikur án forgjafar:
1. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson, 71 högg
2. sæti – Vilhjálmur Árni Ingibergsson, 72 högg
3. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 72 högg
Höggleikur með forgjöf:
1. sæti – Sigríður Björk Guðmundsdóttir, 67 högg
2. sæti – Friðþjófur Jóhannesson, 67, högg
3. sæti – Þyrí Valdimarsdóttir, 68 högg högg
Nándarverðlaun:
2./11. braut – Sighvatur Bjarnason, 1,68 metra frá holu
5./14. braut – Valur Kristjánsson, 2,70 metrar frá holu